Ekki var talin mikil hætta á skriðuföllum ofarlega úr fjöllum sökum þess að úrkoman féll sem snjókoma til fjalla en sem rigning neðar í hlíðum þeirra. Mikil rigningartíð hófst þann 9. desember og náði hámarki 14.-18. desember. Uppsöfnuð úrkoma var 569 mm yfir þá daga en 733 mm yfir allt tímabilið. Ekki var talið að mikið vatn streymdi á stallana í Strandartindi en fylgst var með vatnshæðarmælum á svæðinu. Í byrjun rigninganna hækkuðu þeir hratt en urðu þá stöðugir og því talið að vatn rynni frá svæðinu en safnaðist ekki upp. Því hafi Veðurstofan átt von á skriðum líkt og þeim fyrstu sem féllu en stóra skriðan sem féll þann 18. desember reyndist annars eðlis. Frumathuganir hafa farið fram og benda þær til þess að skriðan hafi náð djúpt ofan í setlög sem höfðu legið óhreyfð í þúsundir ára. Skriður sem slíkar falli einungis á um 1000 ára fresti.
Gunnar Gunnarsson. (2020, 21. desember). Ólíklegt að viðlíka skriða hafi fallið á svæðinu í þúsundir ára. Austurfrétt. Sótt af: https://www.austurfrett.is/frettir/oliklegt-adh-vidhlika-skridha-hafi-fallidh-a-svaedhinu-i-thusundir-ara.
Veðurstofa Íslands. (2020, 22. desember). Stóra skriðan á Seyðisfirði sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi. Sótt af: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/stora-skridan-a-seydisfirdi-su-staersta-sem-fallid-hefur-i-byggd-a-islandi.