Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar segir að vel hafi gengið. „Það fór rólega af stað í morgun og svo var matur frá hálf eitt. Þá kom svolítið af fólki en þetta hefur verið ágætis rennerí.“ Fólk kemur til að hittast, borða og fá sér kaffi saman. Hún segir fólk vera að átta sig á hlutunum. „Það eru einhverjir sem þurfa að finna sér aðra gistingu. Finna eitthvað sem hentar betur og við erum að vinna í því. Við höfum opið hér eins lengi og aðgerðastjórn segir okkur að vera hér,“ segir Margrét Dögg og bætir við: „Hér er kaffi og næring og kvöldmatur í kvöld. Fólk getur komið og fengið viðtal í sálrænan stuðning eða pantað það í númer 1717.“
Lovísa Arnardóttir. (2020, 19. desember). Vel hefur gengið í fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/vel-hefur-gengid-i-fjoldahjalparstod-a-egilsstodum/.