Tómas Jóhannesson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir stóru skriðuna úr setlögum sem eru talsvert gömul. „Stóra skriðan er öðruvísi skriða heldur en skriðurnar sem féllu áður. […] Þar eru djúp setlög sem geta orðið óstöðug í rigningum. Það sem hljóp núna er aðeins utar í firðinum og þar eru þykk setlög sem ekki eru í svona botnum heldur í brattri hlíð.“ Hann segir skriðuna annars eðlis heldur en þær skriður sem hafa fallið áður, en þær hafi verið bundnar við farvegi. Endurmeta þurfi stöðuna eftir að hafa séð þessa skriðu. Tómas segir úrkomu nánast enga á Seyðisfirði í dag. „Við eigum von á því að staðan fari skánandi hér eftir en það þarf að kanna upptakasvæði skriðunnar, hvort eitthvað er óhlaupið ennþá og hvað er svona öruggt að gera fyrir björgunaraðila og aðra.“
María Sigrún Hilmarsdóttir. (Fréttamaður). Staðan á Seyðisfirði [hádegisfréttir]. Ríkisútvarpið. Rás 1 og 2. 19. desember.