Lilja lýsti ferlinu eins og tiltekt, þar sem var verið að finna hlutum sinn rétta stað. Það var grisjað, en einnig var verið að hafa samband við önnur söfn á borð við Hönnunarsafn, Borgarsögusafn og Samgöngusafnið til að athuga hvort svipaðir hlutir væru til eða hvort þau söfn hefðu áhuga á þessum munum. Lilja minnist á skipti þar sem hlutur fannst sem var til fimm eins eintök af í Samgöngusafninu og því var ákveðið að farga þessum. Í ferðinni náðu Freyja, Lilja og 5 eða 6 manna teymi að tæma Angró. Pétur Sörensen og Elsa Guðný voru þarna líka. Lilja segist hafa upplifað áminningu um mikilvægi þess að söfnin stilli saman strengi, í því samhengi að allir geta ekki verið að safna öllu því við höfum ekki efni á því sem svona lítil þjóð. Lilja er mjög ánægð með samstarfið í þessum ferðum.
Viðtal Báru Bjarnadóttur við Lilju Árnadóttur 23. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.
Ágústa Kristófersdóttir. (2021, 4. ágúst). Persónuleg samskipti [tölvupóstur].