Skyldutrygging er á öllum fasteignum í landinu og mun stofnunin bæta tjón á þeim en það sama á ekki við um innbú sem skemmst hefur af völdum skriðanna. Skyldutrygging Náttúruhamfaratrygginga Íslands bætir aðeins það innbú sem er brunatryggt. Þetta þýðir að þeir íbúar sem ekki höfðu brunatryggt innbú sitt fá skemmdir á því ekki bættar frá stofnuninni, samkvæmt Huldu Ragnheiði Árnadóttur framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratrygginga Íslands.
Óttar Kolbeinsson Proppé. (2020, 19. desember). Ekki öruggt að allir fái innbú sitt bætt. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/ekki-oruggt-ad-allir-fai-innbu-sitt-baett/.