Björgunarsveitarmennirnir höfðu fylgst vel með fossinum og tóku eftir að hann var orðinn mórauður að lit. Þeir töldu líkur á að meiri aur myndi fylgja og hlupu því úr húsinu sem er staðsett nálægt þeim stað þar sem fossinn fellur í sjóinn. Þeir fóru á bak við gamla ríkið, nærliggjandi hús. Skriðan féll að lokum báðum megin við húsið sem þeir skýldu sér á bak við og fylgdust þeir með henni taka með sér nokkur hús á leið sinni niður að sjó.
Viðar Guðjónsson. (2020, 18. desember). Óttaðist að þetta væri hans síðasta. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/18/aldrei_a_aev_inni_verid_jafn_hraedd_ur/.