Bannað verður að endurbyggja hús á lóðum sem lentu í skriðunum

Þeir sem urðu fyrir tjóni vegna skriðanna hljóta fullar bætur samkvæmt brunabótamati úr sjóði Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Óheimilt verður að endurbyggja hús á fimm íbúðarhúsalóðum; Austurvegi 38a þar sem Breiðablik stóð, Hafnargötu 6 þar sem Framhús stóð, Hafnargötu 24 þar sem Berlín stóð, Hafnargötu 26 þar sem Dagsbrún stóð og Hafnargötu 38 þar sem Sandfell stóð.

Þá má ekki endurbyggja hús á fimm öðrum lóðum; Hafnargötu 28 þar sem Silfurhöllin stóð, Hafnargötu 34 þar sem Turninn stóð, Hafnargötu 29 þar sem Skipasmíðastöðin stóð, Hafnargötu 31 þar sem Gamla skipasmíðastöðin stóð né á Hafnargötu 38 þar sem Tækniminjasafnið stóð.

Banna enduruppbyggingu á skriðusvæðinu. (2021, 6. janúar). Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2021/01/06/banna_enduruppbyggingu_a_skridusvaedinu/.