Guðrún Ásta Tryggvadóttir íbúi í Botnahlíð er meðal þeirra sem hafði áhyggjur af mögulegri skriðuhættu. Samkvæmt svörum sem henni hafi borist þá sé mjög lítil hætta á skriðum en til þyrftu hamfararigningar sem kæmu mögulega á hundrað ára fresti. „Það er greinilega þetta hundraðasta ár núna,“ sagði Guðrún en þá gagnrýndi hún einnig verkferla. Sjálf frétti hún af því að skriða hafi fallið á hús frá samstarfsfólki sínu en að engin svör hafi fengist frá yfirvöldum fyrr en tveimur tímum eftir að skriðan féll þó svo að hún hafi fengið þær upplýsingar að allir yrðu upplýstir. Því óskaði hún eftir því að sest verði niður með íbúum og farið yfir verkferla, þegar hættan er liðin hjá. Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings, sagði að lærdómur yrði dreginn af atburðum síðustu daga en taldi þá sem komið höfðu að málum hafa staðið sig mjög vel.
Viðar Guðjónsson. (2020, 17. desember). Hefur dælt tíu sinnum úr húsinu sínu. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/17/hefur_daelt_tiu_sinnum_ur_husinu_sinu/.
Samúel Karl Ólason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 17. desember). Samheldni á Seyðisfirði. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202050974d/samheldni-a-seydisfirdi.
Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. (2020, 17. desember). Telur að skoða þurfi verkferla í tengslum við skriðuföll. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202050947d/telur-ad-skoda-thurfi-verkferla-i-tengslum-vid-skridufoll.