Meðlimir Rústasveitar Austurlands tíndu muni Tæknminjasafnsins úr braki safnsins og upp úr skriðunni. Hátt í fimmtíu ker voru fyllt af gripum safnsins sem voru í misjöfnu ásigkomulagi. „Á efstu hæð safnsins eru mestu smáhlutirnir. Við erum fyrst og fremst að reyna að bjarga því. Svo þegar við komum neðar þá erum við komin niður skriðuna. Þar er allt ónýtt,“ segir Baldur Pálsson rústabjörgunarmaður. Raki og snjór komst í eitthvað af mununum en ýmislegt var heillegt. „Vinnum okkur bara í gegnum þetta smátt og smátt. Þetta er svolítið eins og að naga sig í gegnum maísstöngul,“ segir Kjartan Benediktsson, stjórnandi aðgerða á svæðinu.
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir. (2020, 29. desember). „Margt heillegt og annað viðkvæmt“ tínt úr skriðunni. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/29/margt-heillegt-og-annad-vidkvaemt-tint-ur-skridunni.