Unnið er að skipulagi björgunaraðgerða svo unnt sé að bjarga verðmætum fólks. Áhersla er lögð á samstarf við heimamenn og að aðgerðir séu á þeirra forsendum. Megináhersla er lögð á að bjarga tilfinningalegum verðmætum íbúanna. „Veraldlega hluti er hægt að bæta með peningum en minningar er erfitt að bæta nema okkur takist að bjarga einhverju,“ segir Guðbrandur.
Alexander Kristjánsson. (2020, 22. desember). Risavaxið verkefni fram undan. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/22/risavaxid_verkefni_fram_undan/.