„Þrjár byggingar undir okkar starfsemi glötuðust. Skipasmíðastöð við sjóinn, sem var stórt hús, renniverkstæðið og vélsmiðjan,“ segir Zuhaitz Akizu, forstöðumaður safnsins.
„Auk þeirra voru tvær skemmur á höfninni sem skemmdust mikið en urðu ekki beint fyrir aurskriðunni heldur af sjónum sem skall á húsunum eftir að aurskriðan skall á sjónum.“
„Á þessum erfiðu tímum hafa Þjóðminjasafnið og Blái skjöldurinn á Íslandi boðið fram hjálp sína og sérfræðinga,“ ritar Zuhaitz. Það skýrist á næstu dögum og vikum þegar ákveðið verður hvernig minjum safnsins verði bjargað, en forsvarsmenn safnsins byggja upplýsingar sínar eingöngu á gögnum frá viðbragðsaðilum á svæðinu. Að sögn Zuhaitz mun taka vikur eða mánuði að meta tjónið sem orðið hefur á Tækniminjasafninu.
Tækniminjasafnið gjörónýtt. (2020, 20. desember). Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/20/taekniminjasafnid_gjoronytt/.
Karítas Ríkharðsdóttir. (2020, 20. desember). Fundu fiska inni í skemmu. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/06/25/fundu_fiska_inni_i_skemmu/.