Aðalbygging Tækniminjasafns Austurlands varð fyrir umtalsverðum skemmdum í stóru skriðunni. Byggingin hýsti áður safnkosti safnsins, prentverkstæði, skrifstofur og skjalasafn, er nú grafin undir aur og drullu. Eftirfarandi kemur fram á Facebooksíðu safnsins:
Í kringum kl. 15 í gærdag féllu stórar aurskriður á Seyðisfjörð. Því miður eyðilagðist og skemmdist fjöldi húsa, nokkur gömul og sögufræg, en auk þess varð aðalbygging Tækniminjasafnsins fyrir umtalsverðum skemmdum. Ótrúleg gæfa varð til þess að enginn slasaðist í þessum hamförum og rýming bæjarins gekk mjög vel. Byggingin sem áður hýsti megnið af safnkosti safnsins, prentverkstæðið, skrifstofur og skjalasafnið er nú grafin undir þungu hlassi af aur og drullu. Skipasmíðastöðin, með sínu glænýja þaki, sem hýsti trésmíðaverkstæði er bókstaflega horfin. Þetta eru erfiðir dagar, fullir af óvissu og kvíða en við höldu ótrauð áfram og vonum að þetta safn okkar Seyðfirðinga eigi bjartari framtíð fyrir sér.
Skjalasafnið grafið undir þungu hlassi af aur. (2020. 19, desember). Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/19/skjalasafnid_grafid_undir_thungu_hlassi_af_aur/.
Tækniminjasafn Austurlands/ Technical Museum of Iceland. (2020, 19. desember). [stöðuuppfærsla]. Facebook. Sótt af: https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=202863831432713&id=105010544551376.