Jafet hafði fært bíl sinn niður fyrir hús foreldra sinna enda óttaðist hann að ef skriða myndi falla þá gæti hún farið á bílastæðið. Þegar skriðan féll hljóp bróðir Jafets upp á aðra hæð hússins en þeir feðgar voru í blómaskálanum framan á húsinu. „Við vorum bara að bíða eftir dauðanum.“ Jafet horfði á skriðuna falla hinu megin við lækinn og splundra skúr sem þar stóð. Með hundinn sinn í fanginu horfði hann á skriðuna taka Framhúsið með sér og beið eftir högginu. Honum fannst sem fjallið sem hann hafði leikið sér í sem barn væri að svíkja sig.
Anna Sigríður Þráinsdóttir. (2020, 22. desember). Horfði á fjallið springa þegar aurskriðan æddi af stað. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/22/horfdi-a-fjallid-springa-thegar-aurskridan-aeddi-af-stad.
Magnús H. Jónasson. (2020, 21. desember). „Við horfum upp á þetta og höldum að þetta sé okkar síðasta“. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/vid-horfum-upp-a-thetta-og-holdum-ad-thetta-se-okkar-sidasta/.