Almannavarnir í samvinnu við ofanflóðavarnir Veðurstofu Íslands ákváðu að láta rýma svæðið en björgunarsveitir sáu um verkið og tók það um þrjú korter. Rýmingar og viðvaranir um að hafast ekki við fjallsmegin í húsum sínum tóku til húsa á C-svæði undir Botnum frá Dagmálalæk að Búðará, B- og C-svæði ofan Gamla Austurvegar og húsa við Austurveg 42 og Hafnargötu 18b-38a. Undanskilin rýmingunni voru Botnahlíð 9, 11 og 13.
Freyr Bjarnason. (2020, 15. desember). Önnur aurskriða náði niður að tveimur húsum. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/15/onnur_aurskrida_nadi_nidur_ad_tveimur_husum/.
Birgir Þór Harðarson og Freyr Gígja Gunnarsson. (2020, 15. desember). Hús rýmd á Seyðisfirði eftir aurskriðu í miðjum bænum. Rúv. Sótt af: https://www.ruv.is/frett/2020/12/15/hus-rymd-a-seydisfirdi-eftir-aurskridu-i-midjum-baenum.
Freyr Bjarnason. (2020, 15. desember). Rýmdu svæðið á 45 mínútum. Mbl.is. Sótt af: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/12/15/rymdu_svaedid_a_45_minutum/.