„Er ekki allt í lagi að kveikja á fjórða kertinu í dag og klára dagatalakertið þegar við erum komin heim aftur eftir rúmlega þriggja vikna útlegð. Það var gott að koma heim, hitta samferðarfólk og nágranna. Efst í huga er þakklæti fyrir hlýjar kveðjur og ótal gjafir. Þakklæti til björgunarfólks sem ævinlega vakir yfir okkur og er alltaf tilbúið fyrir okkur, rauða kross fólk, lögreglumenn og starfsfólkið í Fossahlíð“ skrifar Ólafía Stefánsdóttir þegar hún fær loks að snúa heim eftir jól.
Viðtal Vigdísar Hlífar Sigurðardóttur við Ólafíu Stefánsdóttur 23. júní 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.
Ólafía Þ. Stefánsdóttir. (2021, 2. janúar). [stöðuuppfærsla]. Facebook. Sótt af https://www.facebook.com/olafia.stefansdottir/posts/10158774541029793.