Haraldur Björn var einn þeirra sem missti heimili sitt. „Rólan er það eina sem er eftir og ég bíð bara eftir því að einhver láti hana hverfa. Það kæmi mér ekki á óvart þótt fólk haldi að það sé slysahætta af þessu. Ég sá einhvern lítinn krakka vera að róla sér þarna um daginn og mér fannst það bara vinalegt. En ég held samt að fólk átti sig ekkert á þessu.
Utanaðkomandi setja ekki endilega samasemmerki milli þess að sjá rólu í einhverri grein og að það hafi staðið hús þarna. Hún er fallegur minnisvarði og kannski væri fallegt að steypa hana bara í brons, ef hún tæki upp á því að hverfa.“
Viðtal Vigdísar Hlífar Sigurðardóttur við Harald Björn Halldórsson 18. júlí 2021. Í vörslu ábyrgðarmanns verkefnis.