Ráðherrar spjölluðu við bæjarbúa um atburði síðustu daga við misgóðar viðtökur. Lögreglunni bárust upplýsingar um hótanir í garð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og var hún leidd úr ferjuhúsinu og í varðskipið Tý. Eftirgrennslan lögreglu leiddi í ljós að ekki væri ástæða til frekari aðgerða og málinu því lokið að þeirra hálfu.
Jonathan Moto Bisagni, eigandi Austurland Food Coop, var sá sem borinn var fyrir hótuninni en honum þótti að hægt hefði verið að gera meira til að koma í veg fyrir eyðilegginguna í kjölfar skriðanna enda hafi ofanflóðavarnir mikið verið ræddar á íbúafundum og í skýrslum. „Þau spiluðu rússneska rúllettu með líf okkar og kenna veðrinu um,“ segir Jonathan og vill að yfirvöld axli ábyrgð. Fleiri íbúar velta fyrir sér hvort hægt hefði verið að bregðast betur við, en Hönnu Christel Sigurkarlsdóttur fannst skrítið að ekki hefði verið rýmt fyrr. Henni finnst mikilvægt að farið verði yfir málin nánar og að lærdómur verði dreginn af atburðunum.
Sylvía Hall og Berghildur Erla Bernharðsdóttir. (2020, 20. desember). Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag. Vísir. Sótt af: https://www.visir.is/g/20202051928d.
Óttar Kolbeinsson Proppé. (2020, 22. desember). Rannsaka hótanir gegn Katrínu. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/rannsaka-hotanir-gegn-katrinu/.
Lovísa Arnardóttir. (2020, 22. desember). „Þau spiluðu rússneska rúllettu með líf okkar og kenna veðrinu um“. Fréttablaðið. Sótt af: https://www.frettabladid.is/frettir/thau-spiludu-russneska-rullettu-med-lif-okkar-og-kenna-vedrinu-um/.
Ágúst Borgþór Sverrisson. (2020, 22. desember). Hönnu fannst gott að ræða við Katrínu forsætisráðherra – „Mér finnst skrýtið að ekki hafi verið rýmt fyrr“. DV. Sótt af: https://www.dv.is/frettir/2020/12/22/honnu-fannst-gott-ad-raeda-vid-katrinu-forsaetisradherra-mer-finnst-skrytid-ad-ekki-hafi-verid-rymt-fyrr/.